GÖMUL SAGA FRÁ GRÆNLANDI- AMMA GAMLA SETT ÚT AF SLEÐANUM Í ÓBYGGÐUM ÞVÍ EKKI VAR HÆGT AÐ SJÁ FYRIR HENNI LENGUR.

SENNILEGA hef eg verið of ung fyrir hinar mörgu bækur sem eg las sem barn.

 Það virðist sem eg geti ekki gleymt sögu um lifnaðarhætti Grænlendinga fyrr á árum.

 Margt situr eftir enn - eitt af því var að þegar bættist í barnahóp fjölskyldunnar sem auðvitað sáu um ömmu og afa eins og svo margar þjóðir gerðu- og gera enn þá þrengdist í búi og kannski einn maður og unglingur sáu um lifsviðurværi með veiðum.

  Þegar amman sem hafði tuggið selskinn til að mykja það til fatagerðar var orðin tannlaus var ekkert við hana að gera lengur.

 Þetta var ekki mannvonska- þetta var neyð.

 Eg gret með barnabörnunum sem sáu ömmuna sitja eftir á hjaranum þar sem hún var skilin eftir til að frjósa í hel.

 Þessi saga er í fullu gildi í Islensku samfelagi í dag.

 MUNURINN er hinsvegar sá að her hirða valdhafar auð þjóðarbúsins sem er mikill- og tala út og suður um ekkert.

 Stefnan er einföld- drepið gamlingjana sem ekki hafa safnað auði- en þrælað ser til skaða sem ágerist með hverju ári.

 ÞEIR eru dauðadæmdir af skorti á næringu og læknishjálp.

  Þeir eru samt skattpindir fram í andlátið og jafnvel lengur svo ræningjar þjóðarinnar geti kallað sig HÁSTETT sem er nyjasta orð yfir ættlausa sauðaþjófa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband