UPPSAFNAÐUR VANDI óstjórnar læknisþjónustu á Islandi kemur niður BRÁÐAMÓTTÖKU Fossvogi.
Þangað leita ekki aðeins þeir sem orðið hafa fyrir slysi eða bráðavanda heldur lika þeir sem eru búnir að bíða í mánuð eða svo eftir viðtali við heimilislæknir.
HEIMILISLÆKNAR vinna á skrifstofutima 9 til fimm.
ÞEIR gefa tilvisanir til serfræðilækna og verkjapillur.
Þarna er verið að sóa afburðafólki í einhverskonar milliliðastörf gagnslaus með öllu.
Þar fyrir utan eru vandamál sem allir sjá sem nota læknisþjónustu en ekki skipuleggendur ef eitthvað skipulag er þá i þessu kerfi.
Ef þú ert innritaður sjúklingur á LS Hringbraut- færð helgarleyfi og heldur það ekki út ferðu ekki aftur á Hringbraut á þina stofu þar sem þú hefur dvalið mest af æfi þinni- þú ferð á neyðarmóttöku Fossvogi sem eftir 10 tima rannsóknir sem eru til Á Hrinbraut SEM ER EKKI Í SAMBANDI VIÐ FOSSVOG . eftir viðtöl þar ertu loks sendur með sjúkrabil á Landspitala Hringbraut- þar sem þú hefur verið til heimilis í 30 ár en nú er búið að setja annan sjúkling í stofuna þina og þú færð baðherbergið eða ganginn eða ferð aftur heim í kvölina og vonleysið.
Svo eru það eldriborgarar.
Þeir eru þolinmóðir enda upplifað margt á langri ævi og ekki heimsótt lækna nema í neyð.
Þeir koma á bráðamóttöku með aðkallandi vandamál sem ekki hefur verið hlustað á eftir margar læknisferðir.
HEIMILISLÆKNAKERFIÐ ER VONLAUST DÆMI.
HEIMILISLÆKNAR úti á landi og heimilislæknar fyrir nokkrum árum voru alltaf til staðar fyrir sitt fólk.
Þeir komu í vitjanir- þeir sáu um að fólk fengi umönnun eftir þörfum og voru til staðar- altaf.
Nú eru þeir skrifstofumenn sem eru ekki við- nema 9-5 og þú hefur engann til að segja þú þarft ekki á Slysadeild- eg se um þin mál.
Nei í dag er ekki nema eitt úrræði ef þú veikist það er eina stofnunin á Islandi sem tekur við þer hvenær sem er sólahringsins.
Slysavarðstofan Fossvogi.
Þar vinnur fólk með hjarta og vilja og gefur þer aftur von um að þú náir bata.
Guð blessi þá sem þar vinna.
Flokkur: Dægurmál | Laugardagur, 28. september 2019 | Facebook