NY HUNGURMÖRK FYRIR TEKJULÁGA-HÆKKA UM 120 ÞÚSUND Á ÁRI- OG HVERJIR ERU Í ÞESSUM HÓP.

Það hvarflaði að mer að það ætti að hækka þá sem ná ekki 300. þúsund kr. mánaðartekjum um 120 þúsund á mánuði- núna strax.

 Ekki var það svo.

 Ræða fjármálaráðherra staðfesti ennfremur að þessi biti væri ekki kominn á diskinn- - eftir er innleiðing---sem mun sennilega merkja að þessir aurar verði togaðir út á árinu sem nú fer í hönd bráðum  en allar hækkanir siðasta árs lenda á fólki sem illa stóð fyrir.

 Ekki er orð um hvaða hóp verið er að tala um að fái þessa ríflegu hækkun sem virðist toppa góðsemi alls Alþingis.

 Ekki er talað um eldriborgara eða öryrkja - þarna er sennilega verið að tala um fólk sem hefur Stettarfelög.

 Þeir sem verða veikir verða fátækir eftir flækjustig heilbrigðisráðherra og sjúkratrygginga.

 Talað er um niðurgreiðslur fyrir viðkvæmustu hópana.

 Viðtalstími hjá heimilislækni er niðurgreiddur en ef þu þarft tilvísun eða vottorð borgar þú 2000 kr.

 Margir serfræðingar sem telja sig ekki geta lifað af því sem sjúkratryggingar ákveða í komugjöld bæta 5000 kr ofan á umsamda upphæð.

 Sjúkrabill sem er venjulegur flutningabíll bara gamall með rúm og merktur rauðakrossinum er farartæki sem þú borgar fyrir-

 sjúkratryggingar segja það er ekki borgað fyrir rauðakrossinn.

  Vöruflutnigabílar Strætó sem flytja fatlaða eru gamlir sendiferðabílar með einu litlu sæti og rennibraut fyrir hjólastóla iskaldir þar sem rokið gengur inn og út eftir veðurfari.

 Sjúkratryggingar borga ekki reikning frá Strætó.

  Leigubílstjórar aftur á móti taka meira fyrir akstur en þeir eru niðurgreiddir- ef þú kemur með svo mörg vottorð frá lækni sem kosta 2000 kr pr. stk. að þú átt ekkert eftir þegar ´litið er á niðurstöðu reikninga.

 Þingmaður einn komst þannig að orði í ræðu fyrir nokkru að eldri borgarar væru orðnir of margir.

 Kerfið virðist vera að vinna að því að fækka þeim- hratt og örugglega.

 Siðan er það sagan um þá sem kannski eiga sumarbústað og selja hann.

 Þarna er oft um aukavinnu og sparife fólks að ræða sem það hefur byggt upp utan vinnutíma á mörgum árum.

  Þarna kemst skattmann í ham og tekur allt góssið með hjálp TR.

 Það er svo merkilegt að fólkið sem hefur verið í Rikisstjórn her mann fram af manni og á stóreignir sem ganga svo til erfingja virðist ekki verða fyrir þessum gjörningum - að missa allt í skatt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband