AÐ EIGA EKKI FYRIR SALTI Í GRAUTINN-- EÐA ÞANNIG !

Eg er svo stálheppin að nota ekki salt í mat.

 Hinsvegar á eg pakka af grófu salti sem er franskt og titlað sem MIDDELHAVSSALT Soliamdampet havssalt- sennilega pakkað í Danmörk.

  Þar fyrir utan ef þörf er á Herbamare frá Heilsuhúsinu.

  Það er svo mikil fyrirlitning á heilsu fólks her hjá stjórnvöldum að þau gefa leyfi til að Ölgerðin skaðist ekki- til að klára að selja birgðir af götusalti til manneldis.

  Það er lika á ábyrgð eftirlitsstofnana og sejlenda að þetta skuli hafa viðgengist allann þennan tíma og ekki enn vitað eða - mun öllu heldur aldrei verða rannsakað hvaða skaða það hefur valdið fólki.

  VIÐ ÍSLANDSTRENDUR OG EINKUM FYRIR VESTUR OG AUSTURLANDI ER SJÓRINN ÓMENGAÐUR.

 HVERSVEGNA ER EKKI UNNIÐ SALT ÚR SJÓ HER ?

  Er það enn eitt af mörgum fyrirtækja og atvinnuskapandi tækifærum sem fellur ekki í kramið hjá þeim sem ráða her  ? Innflutt skal það vera !

  Eg sá hjá stúlku sem var að drekka kók að það er innflutt frá Spáni eða Portugal ? Jæja - það var nú flutt inn vatn frá Tyrklandi -- svo   hvað með kók ?


Bloggfærslur 20. janúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband