ÆTLA SJÁLFSTÆÐISMENN AÐ HJÁLPA ÞEIM SEM HAFA STÓRU LÍFEYRISGREIÐSLURNAR- EN LÁTA ÞÁ SEM EKKERT EIGA HALDA ÁFRAM AÐ VERA Á FRAMFÆRI GÓÐGERÐASTOFNANA !

Það vekur ugg að lesa um björgunarráðstafanir Ríkisstjórnarinna til handa öldruðum og sjúkum.

  Þar er einungis talað um að skerða ekkert hjá þeim sem hafa tekjur og vexti eða háar lífeyrisgreiðslur- og  að frítekjumark þeirra sem geta unnið þrefaldað.

 Það er gott og blessað fyrir þá.

   Það að hækka tekjur hinna sem ekkert hafa uppað því marki sem var 2009 væri gaman að vita hvort það fólk sem er á vinnumarkaði yrði sælt með sömu laun og það hafði þá- en allir í þjóðfelaginu hafa fengið launahækkanir næstum árvisst á þessum tíma- nema eldri borgarar og sjúklingar.

   Á VIRKILEGA  að sniðganga þá sem berjast við að halda velli einir á tekjum langt undir framfærslumörkum-og halda áfram að senda þá til góðgerðasamtaka til að þeir geti dregið fram lífið ?

    Stiðja við þá sem eiga eignir og hafa tekjur- en láta hina halda áfram að draga fram lífið með betli ?

     ER ÞETTA FÓLK SEM RÆÐUR Í ÞESSU LANDI GJÖRSAMLEG BLINT OG VEIT ÞAÐ EKKERT UM FÁTÆKT ?


Bloggfærslur 27. júní 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband