HÖGGVA HÖFUÐ AF SKULDURUM Í STAÐ ÞESS AÐ HÖGGVA HÖND AF ÞJÓFUM.

Það tíðkaðist í den í sumum löndum að vera ekkert að velta ser uppúr smámunum

 eins og að hafa fangelsi fyrir þá sem stálu ser til matar- heldur einfaldlega að höggva af þeim höndina.

  Nú búum við Íslendingar í svo siðuðu þjóðfélagi að þjófrar sem láta borga tífalt það sem þeir lána fólki það voru kölluð okurlán í den- fara ekki í fangelsi heldur taka  það sem einstaklingurinn er búinn að borga af í langann tíma og láta hann samt halda skuldinni.

 Svo eru eignir viðkomandi undir lás og slá í eigu Banka þar sem þær tapa verðgildi sínu og hrynja niður í ekker að verðgildi..

 Hverra hagur það er se eg ekki.

Eg fór í ökutúr í dag  og horfði yfir óendanlegar  raðir bíla sem númerin voru tekin af raðað móti sjó- nyjir og gamlir bílar.

 Þarna standa þeir engum til gagns meða ríð og aldur vinna á verðgildi þeirra sem fer niður á hverjum degi.

 Hverjum er gagn að þessum gjörningi eignatöku banka og okurlánastofnana ?

  Ef  þeir væru að vinna í því að flytja þessa bíla út og koma af sanngjörnum samningum við eigendur væri mannlega að farið.

  Ef væri tekið það skref  að okurlánarar fengju bara höfuðstól auk einhverra vaxta mundu allir græða- enginn tapa.

 Þarna er verið að gera verðmæti verðlaus og með bíla tekur það skamman tíma.

 Það var alltaf með ólikindum að Bílaumboð skyldu fá ótakmarkaðann gjaldeyri fyrir innflutningi og að fólk skyldi endalaust kaupa nyja bíla.

  'I þetta foru fjármunir- haftaleysið - skjefjalaus innflutningur var ósk landsmanna.

 Angi af þessari ósk er í Bílakirkjugörðum fjármálafyrirtækja.

  Annað er ekki eins uppi á borðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Bar fyrirsögnin ein og sér er óborganleg snilld!

Árni Gunnarsson, 14.2.2010 kl. 22:38

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæl Erna.Þín skrif hafa fyllilega rétt á sér.

Bílasöfnun fjármálastofnanna er óhemjumikil,en það verður spurning hvernig þeir ætla bregðast við því,ef hæstiréttur staðfestir að gjaldeyristryggð lán,séu ólögleg.Þá verður það ljóst að allar aðgerðir um upptökur á bílum,eru ólöglegar.Hvort almenningi verði skilað bílunum til eiganda,og þá verður spurning um hvort þeir vilji taka bílana tilbaka.

Þú minntist á okurlána hjá einhverjum aðilum,sem hafa verið að bjóða ungmennum lán með 50-100% vöxtum.Þessi starfsemi ber að stöðva.Við getum hugsað til þess, að ungmenni fái lán í gegnum netið,vegna þess að foreldrar geta ekki,eða hafi neitað þeim um peninga til að komast í "djamm".En þau hafa síðan enga möguleika til að borga tilbaka.Þá spurning upp á hverju þau taka,til að endurgreiða.

Ingvi Rúnar Einarsson, 15.2.2010 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband