HVER GAF GRÆNT LJÓS Á LAUN LÍFEYRISSJÓÐSSTJÓRNENDA ?

SEM ERU MEÐ Í LAUN Á MÁNUÐI ÞAÐ SAMA OG ÁRSLAUN  ÞEIRRA SEM BORGA ?

 Verði það loks  viðurkennt að einstaklingur  eða fjölskylda þufi 250 þúsund kr. á mánuði til að geta framfleytt ser- verða þá öryrkjar og eldriborgarar taldir með fólki eða rusli ?

 Eða þeir sem fremur vilja lifa við sultarlaun atvinnulausra meðan útlendingar eru fluttir inn til að vinna láglaunastörf ?

 HVENÆR ÆTLA EIGENDUR LÍFEYRISJÓÐA AÐ REKA AF HÖNDUM SER RÆNINGJALÝÐINN SEM SKAMTAR SER LAUN EN ER EKKI AÐ VINNA  að hagsmunum sjóðfélaga ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Því miður er þetta erfitt mál.

Fyrst þarf að fá viðurkenningu þess að launþegar eigi þessa sjóði, að atvinnurekendur eigi ekkert í þeim. Þetta er augljóst mál, en einhvern veginn hefur það þó ruglast í hausnum á atvinnurekendum.

Sú staðreynd að launþeginn greiði ákveðið hlutfall sinna launa í sjóðina og atvinnurekendur jafnt á móti, er skýringin. Þó er ljóst að báðir þessir hlutir eru í raun hluti af launum launþegans. Því er sennilega fyrsta skrefið að breyta þessu orðalagi í kjarasamningum.

Hugsanlega er þó eina leiðin til að breyta þessu, að taka lífeyrissjóðakerfið alveg upp frá grunni. Að stofnaður verði einn lífeyrissjóður fyrir allt launafólk og stjórn hanns kosin að launafólki sjálfu.

Gunnar Heiðarsson, 24.1.2011 kl. 20:49

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það væri lausn- og svo ekki þessi mismunun- einn sjóður fyrir alla !

  En með atvinnurekendur- þeir eru að borga hluta af launum í þessa sjóði- en þvímiður hafa srjórnendur lífeyrissjóða  rætt þessi mál við atvinnurekendur- ekki launþega.

Erla Magna Alexandersdóttir, 24.1.2011 kl. 21:06

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Gunnar, það myndi ekkert batna þó fulltrúar atvinnurekenda færu út úr þessum sjóðsstjórnum. Það er enginn munur á kúk og skít. Eina raunhæfa leiðin er einn lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn með gegnumstreymiskerfi. Því mætti einfaldlega stjórna af sérstakri deild í tryggingastofnun. Engin hætta á milljarðatapi eins og við höfum nú orðið vitni að. Enda  er sukk og svínarí æfinlega fylgifiskur gildra sjóða. Það myndum við líka losna við.

Þórir Kjartansson, 24.1.2011 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband