SKULDANIÐURFELLING BANKANNA OG OFURLAUN BANKASTJÓR.

Eftir sorgargrát Banka og stjórnvalda um skulaniðurfellingu fólks í greiðsluvand kemur margt í ljós.

  Almenningur gerði ser vonir um rettlæti.

  Að staða fólks yrði metin eftir launum og aðstæðum þannig að  ALLIR  nytu góðs af.

 Það sem var svo gert í þessum málum og mátti ætla af sútasöng að það setti landið á hliðina en aðgerðirnar voru nokkurnveginn eins og allir máttu vita.

    Gæðingar og dekurfyrirtæki fengu sínar skuldir felldar niður.

   Þeir sem höfðu steypt ser í gegndarlaust óhof fengu toppinn af lánum felld niður.

 Þeir sem alltaf höðu staðið í skilum  og hagað ser skynsamlega fengu  ekkert þótt búið væri að fara eins ílla með þá eins og aðra m.a vegna - atvinnuleysis- lánin hækkuðu jafnmikið hjá þeim- og kjör venjulegs fólks ryrnað vegna verðlags sem er löngu komiur böndunum.

Vísitala í góðu lagi því húsnæði lækkar í verð á sama tíma og allur kostnaður við það rýkur uppí hæstu hæðir.

 Það er kannski í lagi að bankarnir hirði húsin af þessu fólki og bílinn lika- ekki veitir af til að borga laun þeirra sem nú eru nyjustu útgáfur fyrirrennara sinna og þurfa ekki að fara eftir neinum lögum- þeir skamta ser sjálfir.

 Hagnaður bankanna er umtalsverður þrátt fyrir þetta allt og má því sjá að vel hefði mátt koma á móts við venjulegar fjöldyldur í vanda- þótt þær seu láglaunafjölskyldur- með lítil lán í augum þeirra sem eru að skamta ser miljónir á mánuði.

 En hvernig getur Ríkisstjórnin skipulagt niðurfellingu lána í bönkum sem hún ræður ekki meiru um en það að Bankastjórar hundsa Ríkisstjórnina og mæta ekki á fund um launamál .

  Hver reði þá því að fyrverandi Stjornmálamenn og aðrir gæðingar fengu alla þá fyrirgreiðslu sem þeir þurftu vegna sinna lána ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er von að fólk sé reitt og sárt út í stjórnvöld.  Burtu með þetta falslið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2011 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband