FANGAR Á HRAUNINU EÐA ÖÐRUM STÖÐUM OG SJÚKLINGAR- LÍKA FANGAR.

FANGAR SEM ERU AÐ AFPLÁNA DÓM fyrir afbrot- eða fólk sem er dæmt í fangelsi veikinda án þess að hafa gert nokkrum manni nokkurn hlut.

  ÞAÐ VÆRI fróðlegt að bera saman kjör þessara tveggja hópa.

Eg þekki ekki afbrotamenn- en les í blöðum að þeir fái akstur í skóla - heilsurækt- fría læknisþjónustu- sálfræðiþjónustu ofl.

 Fólk heimsækir þá- eldar fyrir þá syngur fyrir þa ----

  En hvað um þá sem eru fangar í fjötrum lamaðs  líkama- veikir og daprir- alt árið eða alla ævina ?

   FÁ ÞEIR- AKSTUR Á  RAKARASTOFU - fria skólavist ef þeir eru færir um að sitja upprettir- dagpeninga ?

 Nei- það eru teknar bætur af öryrkjum og gamalmennum sem eru lengur en 3 mán. á spítala- þeir eru með svimandi háa reikninga fyrir lyfjakostnaði nema í fáum tilfellum- og þótt starfsfólk spítalanna- örþreytt vegna vinnuálags vilji koma  hreyfihömluðum í bað eru engar aðstæður til þess á sumum deildum.

   ÞAÐ ER ÖMURLEG STAÐREYND AÐ Á ÍSLANDI ÞAR SEM EINUSINNI VAR SAMHJÁLP FÓLKS SJÁLFSÖGÐ ER NÚ FÓLK SEM GEFUR GLÆPAMÖNNUM AFSLÁTT  EÐA AFLAUSN EN NÍÐIST Á VEIKUM OG FÖTLUÐUM.

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er viðkvæmt mál. Sumir þessara fanga ættu ekki að vera í fangelsi heldur í lokaðri meðferð, því þeir eru sjúkir og ráða ekki sjálfum sér.  Og ekki batna þeir við fangelsisvist.  Hins vegar get ég alveg fallist á að aðstoð við farlama fólk á að vera miklu betri en hún er, og það á ekki alltaf að byrja að skera niður þar sem mest er þörfin. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2011 kl. 10:45

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Get ekki verið meira sammála þér. Fatlaðir hafa ekki þau réttindi sem þeir ættu að hafa og mýmörg dæmi eru um brot á mannréttindastáttmálanum. Þekki ekki fangavaktina nema úr þáttum í sjónvarpinu og ef hún er eitthvað nærri lagi þá hallar á fatlaða verulega. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.3.2011 kl. 21:03

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Takk Kolla mín- frænka mín Ólöf Ríkarðsdóttir  dóttir Ríkarðs  mynddhöggvara var fötluð og vann lengi við stjórnunarstörf hjá samtökum fatlaðra t.d. Hátuni.

  Þeir sem eiga veika ættingja sjá kannski hvað fólk í þeirri stöðu stendur höllum fæti í þjóðfelaginu og hvað vantar baráttufólk fyrir þennan hóp.

 Kv. erla

Erla Magna Alexandersdóttir, 16.3.2011 kl. 21:31

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl aftur. Ólöf Ríkarðsdóttir er bæði þekkt og virt innan Sjálfsbjargar lsf og Öryrkjabandalagsins. Reyndar kom sú tillaga að stofna ÖBI frá henni en þá var hún gjaldkeri hjá Sjálfsbjörg landssambandi. Hún er stórmerkileg kona og þær systur báðar sterkar og virðingarverðar konur. Ég kynntist henni aðeins og ætlaði alltaf að eyða með henni tíma og rabba um liðna tíð. Berðu þeim kveðju mína ef þú ert í sambandi við þær. kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.3.2011 kl. 09:02

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Já Kolla þetta eru dugnaðar konur- Ólöf var búin að byggja ser hús seinast þegar eg vissi ! bestu kv.

Erla

Erla Magna Alexandersdóttir, 17.3.2011 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband