Það er enn einusinni verið að reyna samningaviðræður um kaup og kjör láglaunastetta.
Það gera menn á góðum launum sem eru fremur í flokki atvinnurekenda en sinna skjólstæðinga.
En á launum hjá þessum vesæla hópi- LÁGLAUNAFÓLKI .
Það sem tíðindum sætir þó nú er að þeir földu- skítugu börnin Evu- öryrkjar og eldra fólk sem kom Íslandi á kortið- eru nú að einhverju leiti líka í pakkanum.
Þessi hópur hefur ekki fengið hækkun launa í ca 5 ár.
Fyrir þetta fólk verður samið einhver ár fram í tímann um einhverjar krónur- ekki miljónir .
Það kemur svo eins og hlandgusa yfir þetta fólk- að ennþá er verið að verðlauna BANKASTJÓRANA MEÐ MARGAR MILJóNIR Í ÁRSLAUN OG SVO POKA AF MILJÓNUM ÞEGAR ÞEIR HÆTTA.
Og þetta eru menn í vinnu í Ríkisbönkum.
Almenningur er í höftum gjalmiðils sem er bara hægt að nota til matarinnkaupa í Bónus eða Krónunni.
Annars væru allir sem eru kúgaðir her af bankaránum- sköttum og olíufelögum flúnir land.
Einn Bankastjóri fær í laun á ári það sem væri nóg til að fátækir færu ekki í rúmið á kvöldinn- svangir og með kvíðahnút í maganum.
Þetta fólk fer ekki með peningana með ser þegar það kveður þessa jarðvist- og getur það notað og notið MILJARÐA Á ÁRI ?
Athugasemdir
Svarið er nei, og hætt er við að Pétur líti í stóru bókina sína og vísi þeim svo afturniður, þ.e. norður og niður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2011 kl. 20:09
Við vonum að Petur se ekki farinn að vasast í póilitik !
Erla Magna Alexandersdóttir, 2.4.2011 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.