HVERSVEGNA ERU ALDRAÐIR OG ÖRYRKJAR EINI ÞJÓÐFELAGSHÓPURINN SEM ER RÆNDUR KRÓNU MÓTI KRÓNU- EF ÞEIR GETA UNNIÐ EITTHVAÐ ?

Skammast ríkisstjórn Jóhönnu sín ekki neitt FYRIR AÐ TELJA ÞAÐ SJÁLFSAGT - ef fólk sem lifir á hungurmörkum getur unnið smá tíma á dag- þá seu þeir aurar teknir af fólkinu- og það sveltur áfram ?

   KRÓNA MÓTI KRÓNU !

 ÞEGAR RÆTT ER UM KJÖR ÞESSA FÓLKS ER ALLTAF TALAÐ UM LAUN - FYRIR SKATT.

 Þau seu svipuð og lægstu laun.

 Það getur verið rett. En vinnandi fólk og aðrir sem eru með tekjur um eða undir 200 þúsund á mánuði eiga ekki að borga skatta.

 Fólk á vinnumarkaði er ekki rukkað um KRÓNU MÓTI KRÓNU- ÞAÐ HELDUR ÞÓ EINHVERJU. 

   Skattheimtan er að fara úr böndunum- allir sem eru háðir öðrum með vinnu eða eru á framfæri stofnana eru að fá skamtaðan afganginn af tekjum sínum þegar skatturinn hefur hirt það sem hann vill.

  Bankarnir og þjófarnir sem komu okkur á vonarvöl borga það sem þeir ákveða- eða ekki.

   Það kemur hvergi fram.

  Vantar svo þingmenn gleraugu ? Sennilega.

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sanmála þér Erla mín.  Þetta er til skammar, sérstaklega þegar hugsað er um fyrrverandi ráðherra og alþingismenn sem hafa sín ráðherralaun, plús alþingislaun og hvað? líka eftirlaun?  Þetta er bara óþolandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2012 kl. 20:31

2 Smámynd: Björn Emilsson

Sammála ykkur heiðurskonum. Og að þetta skuli vera gerð ´vinstri´ stjórnar sem ætti að hafa hag almennings að leiðarljósi. Það er með ólíkindium hvað fólk lætur bjóða sér.

Björn Emilsson, 11.9.2012 kl. 19:42

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já við látum endalaust bjóða okkur upp á þetta svínarí því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2012 kl. 20:25

4 Smámynd: Björn Emilsson

Merkilegt en satt. Þrátt fyrir þetta ástand, huga ég að flutningi til Islands. Það bara vefst fyrir mér hverning maður á að láta enda ná saman með 110.000 fra tryggingunum!!

Björn Emilsson, 12.9.2012 kl. 11:56

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skil þig vel Björn.  Ég er fyrst og fremst íslendingur og hér vil ég vera og eyða mínum æviárum.  Heima á Ísafirði, þar eru ræturnar.  En ég verð að beita klókindum til að fá að eiga húsið mitt áfram og vera í því.  En það skal vinnast, með allar vættir og vini að vopni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2012 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband