HAGAR- VERSLUN FÁTÆKAMANNSINS OG ÖRYRKJANNA.

HÁU HERRAR.

 OKKUR VANTAR EKKI ÚTLENDA OSTA.

 VIÐ VERSLUM  ÞAR SEM BESTU KJÖRIN ERU.

 OKKUR VANAR VENJULEGAN MAT- iSLENSKANN ! tAKK !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og við viljum ekki velja matinn sjálf og borga við búðarborðið frekar en með sköttunum. Við viljum þurfa að kaupa ódýran mat vegna þess að skattar eru yndislega háir til að niðurgreiða mat sem við höfum ekki efni á. Við viljum vera þvinguð til að kaupa Íslenskt jafnvel þó það kosti stundum tvöfalt meira.  

Kötlu ekki Maggi, Vals ekki Heinz, hræring ekki Cheerios, mysu ekki kaffi, kartöflur ekki hrísgrjón og slátur ekki pasta. Og aðfluttir geta borðað það sama og við.

EINN ÍSLENSKAN RÍKISMATSEÐIL! TAKK!!

Jós.T. (IP-tala skráð) 18.2.2014 kl. 21:05

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þetta er nú bara bull.

 Mer hafa frá því Danir reðu her verið til kaffi og mjöl - að vísu maðkað- en við lifum ágætu lífi án Geytaosta ! Hefur þú smakkað Geyta ost ???

Erla Magna Alexandersdóttir, 19.2.2014 kl. 10:30

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jós.Tee.

Það vilja allir kaupa Íslenzt nema fáir snobb Íslendingar sem búa á Íslandi.

Valdimar Samúelsson, 19.2.2014 kl. 13:02

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hvorug ykkar Erla og Valdimar virðast ætla að skilja að málið snýst ekki um einungis osta, heldur að við förum að gerðum samningum um að tolla ekki þá vöru sem ekki er framleidd hér eða það er skortur á henni.

Vilji enginn kaupða þá vöru sem verður síðan flutt inn þá kemur það bara í ljós.

Fyrst það er verið að ræða um osta þá má alveg koma því að að íslensk ostaframleiðsla er almennt ekki við háan standard. Innan sömu tegundar er bragð, áferð og mýkt/harka misjöfn eftir mánuðum, lítið um að ðhægt sé að reysta að maður sé að kaupa sömu vöru aftur.

Gott aphald væri einmitt að flytja inn sambærilega osta á sama vörugjaldi og íslensk framleiðsla býr við og þá myndu kannski framleiðendur fara að bretta upp ermarnar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.2.2014 kl. 00:02

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Forvitnileg grein frá einum krossfaranum í hópi háskólaprófessora :

http://www.visir.is/ofurtolladar-mjolkurvorur-a-ofurverdi/article/2014702199971

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.2.2014 kl. 00:15

6 identicon

Það væri laglegt ástandið hér ef aðrar þjóðir hugsuðu eins og þið. Ef íslenskur fiskur væri snobbfæði og innflutningur sætti höftum og ofurtollum. Hvers vegna ættu útlendingarnir að kaupa Íslenskt ef þeir geta ekki selt sínar vörur til okkar? Það vantar engan Íslenskan fisk. Það hefur þurft mikla samninga og baráttu að fá að selja Íslenskan fisk á erlendum mörkuðum.

Við byggjum afkomu okkar á að geta selt öðrum þjóðum mat. Aðgangur að þeim mörkuðum án hindrana er okkur lífsnauðsynlegur. Svo mjög að áfengisbanninu var aflétt á síðustu öld til að geta selt Portúgölum saltfisk. Prins Póló var flutt inn tollfrjálst svo við gætum selt Pólverjum síld þó ofurtollar væru á öðru sælgæti. Lödur, Skóda, bensín og olíu á hagstæðum verðum fyrir fisk sem Íslenskir kettir vildu ekki einu sinni borða. Einn ríkasti markaður heims, Norður Ameríka, er okkur lokaður fyrir fullunnar vörur vegna þess að okkur hefur ekki tekist að fá viðtalstíma hjá NAFTA, (ESB er að semja um tollafríðindi fyrir sína við þá núna) og hæpið að þeir tali nokkurntíman við okkur. 

Og allur þessi frábæri Íslenski matur, bæði fiskur og kjöt, er á undanþágu vegna þess að við höfum ekki bolmagn til að halda úti fullnægjandi heilbrigðiseftirliti. Þjóðverjar sendu okkur pening í haust svo hægt væri að halda úti lámarks eftirliti og ekki kæmi til stöðvunar á innflutningi Íslenskra matvæla í allri Evrópu.

Þegar kemur að matvælum þá hafa Íslendingar ekki efni á því að haga sér eins og aðrir komi þeim ekki við. Ef við viljum áfram selja rækjutitti og kaupa kaffi þá gætum við þurft að smakka geitaost.

Jós.T. (IP-tala skráð) 20.2.2014 kl. 00:43

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jós er það ekki málið að selja rækjuna og kaupa kaffi.Kaupa það sem við framleiðum ekki.Þetta gera allar þjóðir.

Flytja Normenn inn besín.Flytja Skotar inn Whisky og hverjir þar myndu kaupa innflutt whisky í Skotlandi.

Höldum uppá og seljum eigin vörur . Ég hef ekki heyrt neinn tala um að flytja inn gormey fisk eða eru kannski einhverjur Íslendingar að gera það.Vilt þú fróði Jós útskýra fyrir mér hvernig eftirlit á milljónum tonna matvæla fer fram. Er ekki málið að eftirlitsstofnunin standist eftirlit þá er allt í lagi með matvælin.

Valdimar Samúelsson, 20.2.2014 kl. 09:09

8 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Eftirlit matvæla her er kannski eitthvað- en eftirfylgni engin.

 Td. komu upp gerlar í frosnum berjum og ávöxtum sem fást í Bónus og Hagkaup og ekki talið öruggt að neyta þessara vöru nema sjóða hana. Soðin ber eru nú ekki neitt kræsileg.

 En það eru margir sem ekki lesa blöð eða frettir svo- salan heldur áfram. Málið dautt og ekkert gert meira. Það er kannski ástæða fyrir því að menn sem eru að flytja inn matvöru kaupa gamla vöru sem er ekki lengur seljanleg í upprunalandinu !

Erla Magna Alexandersdóttir, 20.2.2014 kl. 11:16

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ertla Magna !

Ertu að grínast ? Þetta er léleg eftiráskýring. Kaupmenn, eða innflytjendur gera ekki svona að gamni sínu. Þeir aftur á móti komust að þessu og sendu út viðvörun iog ef ég man rétt hættu þeir sölu á vörunni í samráði við framleiðandann sem bætti þeim því sem fargað var. Þeir sem ekki skiluðu inn til verslana þessari vöru fengu upplýsingar um það hvernig væri hægt að nota vöruna án þess að hætta væri á ferðum, með því að setja hana stutta stund í sjóðandi vatn. Þannig er hægt að nota þessa vöru í ýmsa matargerð auðvitað, í sósur og kryddlög og grauta og súpur og út í skyr og svo framvegis. En þarna stóðu kaupmennirnir sig einmitt og breyttu rétt þó slæm auglýsing væri fyrir þá enda er þetta þér minnisstætt og notar þetta núna þó þú snúir þessu á hinn versta veg, sem er bersýnilega afskaplega óréttlátt og næstum því siðlaust af þinni hálfu.

Heildsalar og kaupmenn reyna almennt að kaupa inn ferska og ógallaða vöru, en stundum kaupa þeir vöru sem telst annars flokks og þá er hæun yfirleitt líka seld ódýrari en það nýtist einmitt þeim sem kaupa slíka vöru í vrslunum því slík vara er ekki síðri í matargerð og viðskiptavinurinn sparar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.2.2014 kl. 12:15

10 identicon

Norðmenn flytja inn bensín og aðrar olíuvörur, Skotar flytja inn mikið af Whisky og við flytjum inn Norskan fisk, Danskt svínakjöt, Þýskt nautakjöt, Spænska tómata, Hollenska kjúklinga og kartöflur frá fjölda landa. Norður Kórea er sennilega eina ríkið sem bannar innflutning á vörum sem þeir framleiða sjálfir.

Eftirlit matvæla fer þannig fram að teknar eru stikkprufur og efnainnihald mælt. Við höfum tækjabúnað og mannskap til að mæla 60 af þeim 300 efnum sem krafist er að séu mæld í Íslenskum fiski og kjöti.

Jos.T. (IP-tala skráð) 20.2.2014 kl. 12:18

11 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Við flytjum inn margar vörutegundir- t.d. hálm undir hesta- vatn frá Tyrklandi- svo eru búðir fullar af vörum sem við kaupum daglega.

 En  okkur vantar gjaldeyri- við þurfum að auka útflutning til þess.

  Hinsvegar- ef tollar verða felldir niður af búvörum- fara þeir aurar- eða miljónir í vasa kaupmanna.

 Það hefur aldrei LÆKKAÐ VÖRUVERÐ Á ´SLANDI.

Erla Magna Alexandersdóttir, 24.2.2014 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband