INNFLUTTIR ÁVEXTIR OG ANNAÐ- ER ÞAÐ SKEPNUFÓÐUR SEM FÆST FYRIR LÍTIÐ ? Hvað mörg tonn af vatni borgum við á ári í formi áleggs og unnra kjötvara ?

þAР er sama á hvaða árstíma farið er til annara landa- eplin eru sæt og ilma eins og á jólunum í gamladaga- laukurinn er sætur og ferskur og sama er um aðra ávexti.

  Her aftur á móti er boðið uppá þurrar appelsinur- eitraðar af skordyraeitri- lauk sem er gamall og brúnn að utan- epli sem eru lyktarlaus og sennilega næringarlaus.

  Það er þess vegna sem almenningur vill sem minnst af innfluttri vöru- það er flutt inn það sem innflytjendur fá á slikk af skepnufóðri.

  Það er ekki skortur á innlendu kjöti- eða kjúkling.

 Það er skortur á að þeir sem meðhöndla matinn og vinna úr honum geri það án svika og pretta.

  Skinka sem vatnið rennur úr er eitt af því sem Íslendingar kaupa án þess að mögla- hakk sem hverfur á pönnunni- brauð sem er loftið tómt.

 Þjóðverjar hakka nautavöðva sem þeir syna þer áður en hann fer í hakkavelina- ekkert vatn þar !

  Húsmæður her eru of lítið vakandi yfir að láta þessi vörusvik ekki þróast áfram.

  Það vantar ekki innflutta vöru- það vantar verslanir sem bjóða fólki álegg sem er skorið á staðnum- ekki ur plastpoks og vatnsosa- það vantar að verslanir hafi fagfólk í vinnu og bjóði fólki vöru- án þess að skemma hana. Það er nokkuð sem neytendur ættu að krefjast miðað við okur sem viðgangst á matvöru her.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband