Smátt og smátt eru Islendingar að læra að taka við skipunum um hvað má eða ekki frá Brussel.
Þjóðin sem stóð vörð um Landhelgina og horfði með aðdáun á baráttu litlu varðskipanna okkar sem sigruðu vopnumbúin herskip Englendinga.
Þá var vilji allra þjóðarinnar sameinaður.
Nú bíða menn eftir hvað má og hvort se í lagi að Island geri eitthvað öðruvísi en þjóðir með allt annað umhverfi og aðstæður.
Mörg boð og bönn sem ekki eiga við í okkar þjóðfelagi fremur en þoskar á þurru landi eru tekin upp af þeim sem eru ekki menn til að segja NEI.
Það eru þeir sem hafa hagsmuna að gæta og eru að vinna að hag sínum og sinna- ekki þjóðarhag.
Það er svo lítill gjaldeyrir til í Landinu að fólk sem á barnabörn Erlendis getur ekki fengið nokkrar evrur til að senda í afmælisgjöf.
En það er til gjaldeyri til að fylla verslanir af erlendri vöru mat- tækjum-bílum og fatnaði.
á meðan hrúgast upp matvæli sem framleidd eru her- hætt er að framleiða fatnað nema þeir sem selja hann sjálfir.
Útlendingar vilja Íslenska vöru- ekki innflutta frá sínu landi- þeir vilja eitthvað öðruvísi- eins og við þegar við ferðumst.
Við þurfum ÚTFLUTNING- FRAMLEIÐNI- STOPPA INNFLUTNING Á DRASLI FRÁ KÍNA.
Til að hægt se að skapa vinnu og góð laun- þarf að skapa fyrirtæki í framleiðslu - það er ekki nóg að byggja HÓTEL.
Gleðilegt Ár !
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.