SMJÖR- EÐA EKKI SMJÖR- VILJA KÁLFARNIR EKKI ÍRSKA SMJERIÐ LENGUR ???

  Eg vil góðann mat eða engann.

 Það sem mestu máli skiftir við matargerð er smjör.

 Einn góður læknir sem eg hef farið til í gegnum árin sagði að smjörliki væri mesta eitur sem flutt hefði verið inn í landið og lett og laggott þaðan af verra.

  Nú var eg að setja smjör á pönnu.

   Þráafyluna lagði um eldhúsið auk þess sem virkilega mikil gufa og snark kom af pönnunni.

 Þetta er ekki smjör-!

  Þegar eg skoðaði sennilega- tölu sem merkti endanlegann söludag var talan 01 - 16 á pakkningunni.

 Enginn pökkunardagur.

 Við Íslendingar etum það sem okkur er rett því við höfum ekki tíma--- vinnan tekur allt okkar lif- þ.e fólks með meðaltekjur sem þarf að vinna fyrir laununum sínum en fær þau ekki send til Flórida.

 Beikonið sem eg ætlaði að gera að snakki og bræða úr því fituna í örbylgjuofninum er nú seigar tægjur í ruslafötunni.

 Þeir sem fengu að flytja inn svínasíður yfir sumarið vegna vöntunar á beikoni á ferðamannatímanum flytja skrokkinn inn með enda 'Island að sligast af SVINAKJÖTI FRÁ ÚTLÖNDUM- en a því var enginn skortur her.

 Ef eg flyt inn vöru er hún skoðuð í tætlur í tollinum- það virðist ekki eiga við um kjötinnflytjendur og uppruninn aldrei gefinn upp nema kannski- í smáaletrinu- undir vöruheiti íslensk framleiðslu.

  Nógur er gjaldeyrisforðinn til að friða þá sem lifa á að selja óæta vöru !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband