Um langt árabil hefur ferðaþjónusta verslanir og önnur fyrirtæki borgað fólki laun sem eru undir framfærslumörkum.
Fólk sem vinnur störfin sem skapa því örorku seinna á lifsleiðinni vegna þrælkunar og of stuttrar hvíldar verður að vinna nótt og dag til að ná endum saman.
Svona fyrirtækjum á að loka- þau eru að stunda ólöglega starfsemi.
Nyustu kröfur þessa fólks um mannsæmandi laun eru sláandi og syna hvað þrælsöttinn við vinnumissi er enn ríkur í fólki.
AÐ HÆKKA LAUN UPPÍ 300 ÞÚS. Á ÞREMUR ÁRUM ?
Þessi tala nægir ekki einstakling til framfærslu í dag - og mun sannarlega ekki gera það eftir 3 ár.
Matarskatturinn hefur hækkað verð matvöru umtalsvert svo nú er þessi tala óraunhæf með öllu.
Þessi upphæð er sú sama og stjórnarmenn fyrirtækja og felaga fá fyrir eina fundarsetu og enginn talar um að það fari ut í verðlagið- forstjóralaun og Bankastjóra virðast ekki heldur fara þá leið- í vöruverði en Bankarnir hækka þjónustugjöld - og græða á tá og fingri.
Gaalmenni og sjúklingar er hópur sem ekki er settur á prent lengur enda með tekjur- útborgaðar undir 200 þúsund kr .Þetta fólk deyr svangt og fatalaust en aðrir eldast, sagan endurtekur sig.
Er þettaþað þjóðfelag sem Islendingar geta verið stoltir af ? Er nóg að syna Útlendingum bara Hreinu börnin hennar Evu ?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.