EG var í KIRKJUGARÐINUM þar sem sonarrsonur minn sem er þar grafinn - hann dó um þrítugt fæddist veikur og barðist eins og hetja öll þau ár sem hann lifði.
EG var að setja bílinn í gang og heyrði í útvarpinu kafla úr ræðu forsætisráðherra í tilefni dagsins.
Nokkur almenn orð um að sumir væru rikari en aðrir og svo kom harður tónn í röddina HVER ER SINNAR GÆFU SMIÐUR.
HERRA FORSÆTISRÁÐHERRA.
ÞAÐ VELUR ENGINN AÐ FÆÐAST VEIKUR.
EKKERT UNGMENNI- EKKERT SMÁBARN ENGINN ELDRIBORGARI.
Þessi blauta tuska sem þú skelltir í ávarpi þínu á þetta fólk mun hitta þig sjálfann.
PENINGAR ERU EKKI ALLT Í LIFINU- þeir gefa engum heilsuna - en það hjálpar að hafa ekki áhyggjur af afkomu sinni lika. Það er sárast að veikir eru venjulega fátækir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.