Kona sem vinnur á heimili fyrir aldraða og fatlaða- segir frá því að þegar skjólstæðingar hennar fara til að fá gervitennur se mikill þrystingur fra Tannlæknum um að þeir láti bora smellur í gómana svo þeir haldist.
Ekki er fólk látið fara í beinþettimælingu áður enda hrynja þessar skrúfur úr eftir smá tíma í allflestum tilfellum- og svo í annan stað brotna gómarnir gjarnan.
Ef þetta væri ókeypis væri þessi gjörningur sennilega sársaukans virði - en upphæðin nálgat eina miljón !!!!
Sjúkratryggingar borga part af kostnaði- en það virðist TANNLÆKNUM OFAUKIÐ EFTIR þetta okur að segja fólki og uppfræða það um að það á að fá SKATTAAFSLÁTT eftir þessa útreið því ekki segja sjúkratryggingar eða TR. frá þessu.
Kona sem var með Íbúð á vegum Sjálfsbjargar missti það húsnæði þar sem hún let telja ser trú um hjá Tannlækni að þetta þyrfti að gera og aukaútgjöld uppá eina miljón voru ekki neitt sem hún hafði efni á.
Það virðist ekki neinn skilningur hjá læknum- eða almenningi með fullar hendur fjár- hve litlu þeir sem búið er að afgreiða sem úrkast þjóðfélagsins hafa úr að spila. Þar getur ein ferð til Tannlæknis komið fólki á götuna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.