4000.þúsund miljarðar.

 

 EF RÍKISSTJÓRNIN ÆTLAR EKKI AÐ AÐHAFAST ANNAÐ í að borga skuldir sínar en stela veskjum af gömlu fólki og öryrkjum er hætt við að bæði Stjórnendur þessa lands og aðrir núlifandi verði komnir undir græna torfu áður en þessi upphæð verði greidd.

 ÞAÐ VIRÐIST BRUNAÚTSALA Á JARÐHITA OG ÞVÍ EINA SEM VIÐ GETUM HAFT TEKJUR AF SELJA FÁEINIR EINSTAKLINGAR ÚTLENDINGUM  UPPÁ KRÍT EINS OG VÖRU Í KAUPFELAGI.

VIÐ STÍGUM VÍST EKKI Í PENINGAVITIÐ- ENDA ÚTKOMAN EFTIR ÞVÍ.

Raunar hefur engu verið breitt- sömu rassarnir í stólum bankanna og hætt að tala um launin þeirra.

  Bara skera niður á Landspítalanum og byggja svo hótel og afleitt ef ekki verður byggt Óperuhús fyrir bankastjórana því þeir einir hafa næg laun til að sitja þar.

 Skjaldborgin er engin og fólk flyr land- það er ekki neinna hagur að hækka skuldir á heimilum fólks svo það gefist upp og fari.

Og svo er spurningin með uppboð á eigum fólks- hver á að kaupa ?

Eða eru lánastofnanirnar sem öttu fólki út í að taka 90% lán fyrir húsnæði og helst erlend að safna íbúðum ?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Erla Magna. Gaman að finna þig hér á blogginu. Það er viðbúið að nokkrar íbúðir bætist í eignasafn bankanna. Það er kannski ekki það versta og alveg viðráðanlegt. Verra hvað allt dregst rosalega og við í fjötrum okkar helstu árásaraðila sem eru Bretar og Hollendingar aðallega þó Bretar. Afar lítið jákvætt að gerast á stjórnmálavígvellinum. Verðum við ekki bara að vona að við séum að sleikja botninn og það fari að líða að því að atvinnulífið fari að taka við sér og að hingað komi fjárfestar sem vilja nýta það sem við höfum að bjóða. Skemmtu þér vel á blogginu og hafðu það sem allra best. Rosa flott mynd af þér skvísa  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.9.2009 kl. 19:36

2 identicon

Takk Kolbrún.

Það er svo hressandi að heyra frá þer og svona eins og ferskur andblær af 

hafinu sem blæs á ruglið.

bestu kveðjur Erla

Erla Magna Alexandersdottir (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 23:38

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

En hvað þetta er fallegt svar frá þér Erla. Skáldlegt og fallegt. Takk fyrir það. Það minnir mig á að þú ert líka skáldkona og listamaður. Bestu kveðjur ( vona að það sé ekki of mikill gustur á mér)   kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 18.9.2009 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband