Að bjarga sér á flótta.

 Undanbrögð málþóf og ráðaleysi  Ríkisstjórnarinnar er orðið eins og bakverkur á Þjóðinni.

 Þeirra mesta vandamál er að bjarga eigin skinni útí frá- láta þjóðina borga fyrir Útrásina og veðsetja og selja allt sem hönd á festir.

 Það að menn komist upp með að selja úr Landi auðlyndir  fyrir  veð í eigninni sjálfri ólöglegum skúffufyriurtækjum sem er eftiröpun á Bankaglæpunum er eitt dæmi um að fara kringum og brjóta lög.

 Allt þetta fát og fum í kringum Evrópusambandið er augljóst.

 Ekki vegna hagsmunar íbúa þessa Lands- heldur hvernig hægt er að fá kostina en sleppa því að nota og verða að fara að alþjóðalögum í allri stjórnsyslu.

 Það snyst allavega ekki um að takmarka ábyrgð Islensku þjóðarinnar á skuldum sem bankarnir settu okkur í - nei   það er farið og boðið að  þjóðin skuli  öll frá ófæddum börnum uppí gamalmenni borga það.

 Okurvextir eru svo settir á húseigendur svo bankarnir geti haft almenning að féþúfu og Ríkisvaldið finnur upp nyjar skattaleiðir auk þessa.

 Viljinn til að hjálpa fólki  sem er að missa heimili sin er ekki meiri en það að það vinnst ekki tími til að sinna þeim málum- og uppboðin sem standa fyrir dyrum núna hjá mörgum virðast engu máli skifta.

 Samviskuleysið gagnvart almenningi er algjört.

Eginhagsmunastefnan augljós.

 Innan fárra ára verður búið að selja og veðsetja okkur í ánauð Erlendra Iðnríkja -Lífeyrisjóðir horfnir eins og sjóðir SIS gufuðu upp og enginn veit neitt skilur neitt og það er engum að kenna.

 Vinaklíkan heldur enn velli í bönkum og öllum vígstöðvum þar sem völd og peningar eru.

 Það er bara með það eins og annað- fólk gefst upp á að mótmæla- væri ekki ráð að fá nokkra

atvinnu mótmælendur frá Frakklandi ?

 Það er farið að hvarfla að fólki að skipulögð starsemi vinni bak við tjöldin að hruni þessa Lands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Já nú er holskefla framundan í uppboðum samkv. Morgunblaðinu og ekki lýgur það . Ríkisstjórnin virðist hafa það eitt markmið að brjóta þjóðina niður og buga hana til að þvinga fram uppgjöf gagnvart ESB. Hvaða tilgang annan hefur vaxtaokrið og aðgerðarleysið. Af hverju er ekki búið að setja í lög að bankarnir verði að leigja fólkinu heimili þeirra meðan efnahagsmál eru að skýrast. Það var tillaga Frjálslynda flokksins þannig að fólk þyrfti ekki að óttast hrakninga og óöryggi í sambandi við heimilishaldið. Er ekki kominn tími til að fara að ræða við Rússana og vita hvort það ógni ekki ESB. Ég held að það myndi koma róti á þá ef þeir héldu að Rússar ættu hér greitt aðgengi.

Sammála þér, skipulagt hrun. kveðja til þín Kolla.  

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.9.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband