AÐ FRAMLENGJA VÍXLUM.

 

 Þessar framkvæmdir Ríkisstjórnarinnar með framlengingu lána og lækkun afborgana hjálpa þeim sem voru eða eru að missa allt sitt.

 En þarna er aðalega verið að hjálpa Bönkunum sem mundu sitja uppi með verðmæti sem þeir gætu ekki með nokkru móti selt neinum- bæði hús og bíla.

 Lengdur lánstími er afar slæmur kostur og neiðarbrauð fyrir þá sem á því þurfa að halda.

 Það verður aðeins borgað af vöxtum og höfuðstóllinn vex áfram í takt við aðrar hækkanir.

Þanning að bankarnir fá sina vexti en skuldarinn skuldar meira með hverju ári.

 Ef allir eru ánægðir með þetta segir það þá sögu að ekki er horft lengra en til næstu ára.

  Þessi gjörningur er skammur vermir.

 Og á sama tíma ljá menn því lið að taka stórlán hjá Alþjóðagjaldeyrisjóðnum til að borga útlendingum sem höfðu gamblað með peningana sína í 'Islenskum bönkum.

 Þar með er búið að gera Íslensku þjóðina að undirokaðri þrælaþjóð í vinnu fyrir Útlendinga sem líta niður á okkur fyrir heimsku.

  Nær væri að Íslenska Ríkið hefði kjark og myndugleik til að færa SKULDIR HEIMILANNA Í LANDINU NIÐUR Í ÞÁ UPPHÆÐ sem menn tóku að láni en er nú búið að bæta miljóna viðbót ofan á og er efasamt að það standist lög að búa til skuldir á fólk sem það hefur aldrei samþykkt.

  ÞAÐ VÆRI KANNSKI MÁLTILKOMIР að láta Evrópudómstól dæma um það ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband