FLUGVÖLLUR Á RÖNGUM STAÐ.

 Meðan fjölskyldurnar eru að missa ofan af ser húsin og geta illa brauðfætt börnin sín- leikskólum er lokað- menta og heilbrigðiskerfið er að hruni komið- hugsa nokkrir valdasjúkir einstaklingar aðeins um eitt- færa 1 stk flugvöll.

  Skerjafjörðurinn er fallegur og gott að vera þar.

   Fyrir þá sem hafa efni á þvi.

   Rökin eru - innanlandsflug er hvort eð er í rúst og enginn ferðast lengur þannig- sjúkraflug er bara  fyrir sveitavarg og ekki  þarf að hugsa um slikt fólk.

 KREPPA OG SKATTAÁLÖGUR - það er önnur deild.

 Flugvallardeildin virðist eiga nóg fjármagn ?

  Veit vinstri höndin aldrei hvað sú hægri gerir ?

Eru ekki Öll fjármál Íslands í einum pakka ?

 Er hentistefnu pólitik látin henda fólki út á gaddinn og ætlar svo að henda peningum í botnlausa gjá flutnigs á  FLUGVELLI  ?

Af því við eigum peningamenn sem vilja fá lóðir í Skerjafirðinum ?

  Það er ekki hugsað um að kannski verða Reykvíkingar sjálfir fyrir slysum úti á landi og þurfa að komast á spítala með hraði.

 eins og þjóðvegir landsins eru ekki bara fyrir sveita- eða dreifbylisfólk- ferðamenn og þeir sem vilja skoða landið nota þá líka. Merkilegt að svona lítið land hálfbyggt skuli skiftast í Reykvíkinga og svo  HINA  !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband