HVAR ERU MÖRKIN Á HVAÐ ER PERSÓNUFRELSI? HVER GEFUR TRYGGINGARFELÖGUNUM RETT TIL PERSÓNUNJÓSNA ?

 EG  hef alltaf haft mínar Tryggingar í lagi þar sem eg hef ekkert uppá að hlaupa þ.e. ekki varasjóði ef eitthvað kemur fyrir mig.

  Eg hef alltaf staðið í skilum með mina reikninga- þeir fyrst- svo að borða.

    Eg hef lent í tveimur slysum- af ótrúlegum klaufaskap það viðurkennist- heima hjá mer.

    Fór í bæði skiptin á Slysavarðstofu eftir skoðun læknis her heima og eftir hennar ráðleggingum.

 Helt eg gæti aldrei staðið upp aftur.

   Talaði við Tryggingarfelgið,.

   Þar á bæ upphófst ströng yfirheyrsla en eg endaði með málið hjá Lögmönnum sem bjoða hjálp.

     Það er skemst frá að segja að Lögmenn urðu að fá læknaskyrslur 30 ár aftur í tímann- notað það sem kom þeim best- og að auki  ÆFIFERIL OG STÖRF SÍÐUSTU 30 ÁR  !

    Eg ætla ekki að tala um læknaskyrslurnar her það er annar kapituli- en HAFA TRYGGINGARFELÖG RETT Á ÖLLUM ÞESSUM UPPLYSINGUM- TIL AÐ BORGA VIÐSKIFTAVINI 300 ÞÚSUND KRÓNUR  ?

 HVAR ER RETTARSTAÐA MIN- HVAR ER PERSÓNUVERD  ? ER ÞESSI GJÖRNINGUR LÖGLEGUR ?

 ER PERSÓNUVERD AÐEINS ORÐ Á BLAÐI EINS OG SVO MARGT Í LÖGUM HER ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband