það er ekki orðum aukin vitleysan sem vellur upp úr ráðamönnum þessa Lands.
Heilbrigðisráðaherra segir að ekki se hægt að gera nógu margar liðskiptaaðgerðir þar sem landspítalinn se þett setinn gamalmennum.
Þeir sem fá liðskiptaaðgerð á Landspítala eru sendir heim helst samdægurs.
Þeir fá ekki að dvelja lengur en í hæstalagi sólarhring ef ekkert serstakt er að.
Þessi upphrópun um gamalmennin kemur þessu máli ekki við
Siðan kemur klausan um að ekki verði farið í neinar aðrar framkvæmdir þar sem peninga skorti.
Eru öll gamalmenni í að láta skipta um liði í ser ?
Sannleikurinn er að það vantar lækna- það vantar skurðstofur eða mannskap til að reka þær því Ríkisstjórnin heldur hjúkrunarfræðingum á sultarlaunum eins og öllum sem vinna á sjúkrahúsum.
MIÐAÐ við að Bjarni vill stofna annan Ríkissjóð í útlöndum -- kannski Tortola auk þess sem seðlabankastjóri er þegar búinn að stofna gjaldeyrisvarasjóð verða ekki til peningar á þessu landi á næstunni.
Það væri kannski ráð að hætta að láta pólitíkusa ráðskast með lif landsmanna og fá til þess fagfólk.
Líka í hönnun innviða spítala.