ÞAÐ VIRÐIST ÞVÆLAST FYRIR RÁÐAMÖNNUM AÐ ÞEIM VAR GEFINN TIMI TIL AÐ STJÓRNA ISLANDI EN ÞEIM VORU HVORKI GEFIN LANDIÐ EÐA MIÐIN.

Stjórnun Ríkisstjórnar  er að virða vilja þjóðar sem kaus þá.

 Ekki valta yfir Land og þjóð og útdeila fríðindum fyrir sig og sína.

 Sá timi kemur herrar góðir að þið hafið ekki þessi tök lengur vegna órettlætis- tómlætis um vilja almennings sem er hundsaður- glæpsamlegann þjófnað á eftirlaunum eldriborgara- þöggun og samvinnu um horfna sjóði sem hafa farið sem auka laun í ykkar stóru vasa án þess að Islensk þjóð hafi þar nokkru ráðið.

Fiskurinn í sjónum er auður okkar allra- ekki gjöf til nokkurra útgerða sem selja afla erlendis og borga her enga skatta.

 Runann væri löng ef ætti að telja upp bruðlið - rangar ávarðanir- laun til nefnda því ómentað fólk ræður ekki við neitt sem viðkemur rekstri eða velferð heillar þjóðar.

 Þeir sem fara á þing með einhverja mentun nota hana í sína þágu.

 Það er margt sem særir þjóðarstolt Islendinga nú- svartur listi í alþjoðafjármálum og að sjúkir og aldraðir sem allir eiga ættingja sjá að fá ekki þá umönnun sem þeir með langri starfsæfi hafa borgað fyrir.

 Á ISLANDI liggur fárveikt fólk um ganga- geymslur- baðherbergi eða fær ekki aðgerðir. Lyf sem kosta lítið og gera lítið gagn eru flutt inn af heildsölum- ásamt mjólk- sem er nóg til af en heildsalarnir þurfa að græða- svo má nú kaupa allar vörur erlendis frá sem gætu skaffað vinnu her á Islandi .

 Þegar eru fiskimiðin komin í körfuna hjá mútuþægum mönnum- nú skal nota orðið ÞJÓÐGARÐUR til að þeir geti náð landinu mest öllu af bændum sem hafa seð um það mann fram af manni síðan land byggðist.

 Þessir menn á Alþingi Islendinga virðast rugla þvi saman að þeir eiga ekki Island eða fiskimiðin- þeir eru í vinnu hjá þjóðinni sem kaus þá- um tíma- ekki ókomin ár.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband